Kynningargögn

Reykjanesbraut - Undirgöng við Grænás

5.5.2011

Verkið felst í byggingu undirganga norðan hringtorgsins við Grænás, gerð framhjáhlaups í Reykjanesbraut vegna framkvæmdarinnar ásamt lagningu aðliggjandi göngu-, hjól- og reiðstíga. Framkvæmdin innifelur einnig að annast flutning / endurnýjun kaldavatnslagnar austan Reykjanesbrautar næst undirgöngunum í samráði við HS Veitur.

Verkinu er skipt upp í þrjá megin áfanga, og gert ráð fyrir að hver áfangi verði unnin innan skilgreinds verktíma.  Ljúka skal verkinu í heild 20. september 2011.

Staðhættir og landnot
Í nálægð við efsta hluta Reykjanesbrautarinnar er meðal annars að finna Ásahverfi Njarðvíkur, Ásbrú og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ásahverfi er nýtt hverfi neðan Reykjanesbrautar sem hefur verið að byggjast upp á síðustu árum og hefur íbúafjöldi í nálægð við veginn því aukist talsvert. Fyrrum varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll kallast nú Ásbrú og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar, til dæmis með háskólagörðum sem tæplega 1.800 manns búa nú á. Umferð um flugstöðina hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu ár. Þetta hefur haft í för með sér að bílaumferð um Reykjanesbraut hefur aukist.

Sá hluti Reykjanesbrautar sem undirgöngin munu liggja undir er ofan Ásahverfisins í Njarðvík og neðan Ásbrúar. Framkvæmdasvæðið er í ásnum upp af Innri Njarðvík. Rétt norðvestan hringtorgsins er gamall hraunkantur, sem í reynd ákveður staðsetningu undirganganna.  Mikil umferð fer þarna um þar sem vegurinn liggur að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Umferðin hefur líka aukist vegna starfseminnar sem fer fram á Ásbrú og stúdentagarða sem þar eru staðsettir. Framtíðaráform gera ráð fyrir að þessi hluti vegarins verði tvöfaldaður. Undirgöngin eru nauðsynleg þar sem mjög hættulegt er að fara yfir Reykjanesbrautina vegna mikillar umferðar.

Kynning
Yfirlitsmynd
Hjáleið