Kynningargögn

Norðausturvegur, breytt lega og ný tenging við þéttbýlið í Vopnafirði

4.10.2010

Þann 1. október 2010 tilkynnti Vegagerðin til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða breytingu á legu Norðausturvegar við þéttbýlið í Vopnafirði og nýja tengingu við þéttbýlið. Tilkynningin er í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og lið 10.c í 2. viðauka laganna.

Fyrirhugað er að breyta legu Norðausturvegar í nágrenni þéttbýlisins í Vopnafirði og leggja nýja tengingu frá Norðausturvegi til Vopnafjarðar. Í tengslum við vegagerðina þarf að auki að byggja 2 stuttar tengingar. Samtals eru nýir vegarkaflar um 2,6 km langir.

Framkvæmdin er innan rannsóknarsvæðis vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda við Norðausturveg til Vopnafjarðar, Brunahvammsháls-Vopnafjörður. Framkvæmdin er lögð fram í samráði við Vopnafjarðarhrepp og er ný aðkoma að þéttbýlinu í samræmi við Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026.

Vegagerðin hefur ritað greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina.

Kynningarskýrsla
Teikningar
Námur - greinargerð