Kynningargögn

Hringvegur, Valtýskambur - Sandbrekka

Kynning framkvæmda

27.12.2007

Vegagerðin fyrirhugar að byggja nýjan veg með bundnu slitlagi milli Valtýskambs og Sandbrekku í Djúpavogshreppi, Suður-Múlasýslu. Framkvæmdasvæðið er á Hringvegi, vegnúmer 1, tæpa 4 km frá Djúpavogsvegi (98).

Vegurinn liggur um land Háls, sem er jörð í eigu Djúpavogshrepps, auk lönd jarðanna Hamars og Strýtu.

Veglínan mun færast talsvert til. Á um 3,4 km löngum kafla liggur hún utan núverandi vegar. Um 1,7 km kafli er endurbygging og styrking á núverandi vegi. Framkvæmdin er samtals um 5,1 km löng.

Ekki er gert ráð fyrir að hér sé um framtíðarlegu vegarins að ræða, nema að hluta til. Með þessari framkvæmd er fyrst og fremst verið að auka öryggi vegfarenda á mjög varasömum kafla þar til búið er að ákveða endanlega legu vegar um Hamarsfjörð til framtíðar.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2008 og þeim ljúki næsta sumar.

Efnistaka er að mestu fyrirhuguð úr vegskeringum á vegsvæði og úr áreyrum við Hamarsá í landi Hamars, um 1,5 km sunnan við fyrirhugað framkvæmdarsvæði.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi vegfarenda.

Kynningarskýrsla

Teikning 1 - Yfirlitskort

Teikning Z901 - Skoðaðar leiðir

Teikning Z001 - Yfirlitsmynd

Teikning Z002-Z005 - Grunnmyndir