Kynningargögn

Austurleið um Hrafnkelsdal

Kynning framkvæmda

3.8.2007

Vegagerðin er að beiðni Fljótsdalshéraðs að kanna lagningu vegar um Hrafnkelsdal. Um er að ræða nýlagningu vegar frá núverandi vinnubúðum í Glúmsstaðadal, við Aðgöng 3 Kárahnjúkavirkjunar, niður að Laugarhúsum í Hrafnkelsdal, um 5,9 km.

Forsenda þessarar tengingar er að núverandi vegslóði að Aðgöngum 3 verði látin standa áfram. Með þessum vegi fæst mun betri tenging milli Jökuldals og Vesturöræfa.

Vegagerðin hefur tekið tvær veglínur til skoðunar, línu A og línu B, en efri hluti þeirra liggur sitt hvoru megin við ána Hrafnkelu. Vegagerðin telur að lína A sé betri kostur. Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið en bæta samgöngur á svæðinu nokkuð.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á svæðinu. Með tilkomu vegar um Hrafnkelsdal verður afnumin illfær leið úr Hrafnkelsdal inn á hálendið.

Austurleið um Hrafnkelsdal - Kynningarskýrsla (útg.2 sept. 2007)

Austurleið um Hrafnkelsdal - Grunnmynd

Síðast breytt 25.09.2007