Kynningargögn

Hringvegur 1-k1 Um Hrútafjörð

Kynning framkvæmda

24.3.2006

Vegagerðin er með skýrslu þessari að kynna vegaframkvæmd á Hringvegi, vegnúmer 1, í Bæjarhreppi í Strandasýslu og Húnaþingi vestra í Vestur-Húnavatnssýslu, og Djúpvegi, vegnúmer 61, í Bæjarhreppi (Teikning 1).

Framkvæmdin nefnist: Hringvegur um Hrútafjörð, Brú-Staðarskáli.

Fyrirhugað er að endur- og nýbyggja veg, á kafla sem hefst skammt sunnan við Brú og endar norðan við Staðarskála. Vegaframkvæmdin er samtals um 6,8 km löng og liggur að hluta til innan núverandi vegsvæðis. Í tengslum við framkvæmdina þarf að byggja tæplega 0,2 km langa vegtengingu að Brú, tæplega 0,3 km langa vegtengingu að Djúpvegi og tæplega 0,3 km langa vegtengingu að núverandi Hringvegi við Staðarskála. Þá verður ný tvíbreið brú byggð yfir Hrútafjarðará og brú yfir Selá á Djúpvegi breikkuð.

Efnisþörf í framkvæmdina er áætluð um 129 þús. m3. Efni verður að hluta til tekið úr vegskeringum á vegsvæði, en að mestu leyti úr sex námum í nágrenni vegarins. Námurnar eru í Bæjarhreppi og Húnaþingi vestra.

Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum ásamt síðari breytingum. Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum ásamt síðari breytingum, vegna fornleifa í grennd við framkvæmdasvæðið.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi óveruleg umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi vegfarenda.

Skýrsla, 0,9 MB Kynningarskýrsla
Teikning 1, 0,2 MB Yfirlitsmynd
Teikning 2, 2,1 MB Yfirlitsmynd Mkv. 1:20.000
Teikning 3-1, 1,6 MB Grunnmynd 1 af 2
Teikning 3-2, 1,6 MB Grunnmynd 2 af 2
Teikning 4, 0,8 MB Skoðaðar leiðir
Teikning 5, 6,4 MB Brúarteikning - Afstöðumynd
Teikning 6, 0,3 MB Yfirlitsmynd af brú
Fylgiskjal 1, 0,2 MB Bréf frá Minjaverði Norðurlandi vestra, dags. 21. júní 2005
Fylgiskjal 2, 0,3 MB Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins, dags. 28. sept. 2005
Fylgiskjal 3, 0,2 MB Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins, dags. 25. okt. 2005
Fylgiskjal 4, 0,6 MB Skýrsla Sigríðar Hjaltadóttur, eftirlitsráðgjafa Umhverfisstofnunar á NV
Fylgiskjal 5, 0,3 MB Umsögn Sigurðar Más Einarssonar, Veiðimálastofnun
Fylgiskjal 6, 0,2 MB Bréf frá Veiðifélagi Hrútafjarðarár og Síkár, dags. 28. jan. 2006
Fylgiskjal 7, 0,5 MB Veiðistaðir í Hrútafjarðará og Síká, uppl. af heimasíðu Strengja
Fylgiskjal 8, 0,2 MB Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins, dags. 8. mars 2006