Frummatsskýrslur
  • Axarvegur - Yfirlitsmynd
    Axarvegur - Yfirlitsmynd

Axarvegur, Hringvegur í Skriðdal og Hringvegur um Berufjarðarbotn - Frummatsskýrsla

18.11.2010

Vegagerðinni hefur verið falið að endurbyggja Hringveg á kafla í Skriðdal, byggja nýjan veg um Öxi á milli Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar í Berufirði og endurbyggja Hringveg um botn Berufjarðar auk þess að færa hann til á kafla og byggja þar nýja brú yfir Berufjarðará og nýjan Hringveg.

    Hringvegur í Skriðdal er lagður malarslitlagi á kafla frá klæðingarenda við Vatnsdalsá við norðurenda Skriðuvatns í Skriðdal að Axarvegi. Fyrirhugað er að endurbyggja hann og leggja bundnu slitlagi á um 6 km löngum kafla.

    Axarvegur er hlykkjóttur malarvegur sem telst ekki til heilsársvega. Fyrirhugað er að leggja nýjan  heilsársveg,  19,0-21,0 km langan í grennd við núverandi Axarveg.

    Hringvegur um botn Berufjarðar er lagður malarslitlagi á 8,3 km löngum kafla. Hann nær frá Hvannabrekku í Berufirði norðanverðum að Lindarbrekku sunnan fjarðarins. Á kaflanum er einbreið brú yfir Berufjarðará. Fyrirhugað er að endurbyggja  Hringveginn um Berufjarðarbotn á sama stað á 2-3 km kafla en færa hann til á 3-4 km kafla og byggja nýja brú yfir Berufjarðará. Nýr og endurbyggður vegur verður samtals 5-7 km langur. 

Heildarlengd nýrra og endurbyggðra vega verður 30-34 km. Óvíst er hvenær ráðist verður í framkvæmdir en áætlað er að þær taki 3-5 ár, háð fjárveitingum í vegáætlun.   

Framkvæmdir við Axarveg falla undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum, þ.e. framkvæmdir sem eru ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir á Hringveginum falla undir 6. gr. sömu laga, þ.e. framkvæmdir þar sem kanna þarf matsskyldu. Í samráði við Skipulagsstofnun tók Vegagerðin ákvörðun um að meta umhverfisáhrif Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn án undangenginnar könnunar á matsskyldu framkvæmdanna og meta umhverfisáhrif ofangreindra vegaframkvæmda saman. Framkvæmdirnar geta þó verið óháðar hvorri annarri. Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda.

Vegagerðin hefur metið umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðra framkvæmda í samræmi við matsáætlun og í samráði við ýmsa sérfræðinga. Í þessari frummatsskýrslu er tilhögun fyrirhugaðra vegaframkvæmda lýst og umhverfisáhrif þeirra metin. Frummatsskýrslan skiptist í ellefu kafla auk þess sem teikningahefti og viðaukar fylgja henni.

Frummatsskýrsla er lögð fram til athugunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Við athugunarferlið mun stofnunin leita umsagnar opinberra umsagnaraðila og athugasemda almennings.

Allir hafa rétt til að leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en þann dag sem frestur til athugasemda rennur út. Athugasemdafrestur er til 7. janúar 2011.

Þá mun Skipulagsstofnun senda Vegagerðinni umsagnir og athugasemdir sem hafa borist. Í kjölfarið mun Vegagerðin vinna endanlega matsskýrslu á grundvelli frummatsskýrslu þar sem gerð verður grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum og tekin afstaða til þeirra.

Matsskýrsla verður send Skipulagsstofnun sem hefur 4 vikur til að gefa álit sitt á hvort skýrslan uppfylli lög nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum og hvort umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt. Matsskýrsla er ekki auglýst.

Axarvegur (939) Hringvegur í Skriðdal og Hringvegur um Berufjarðarbotn - Frummatsskýrsla
Axarvegur - Viðauki I - Fylgiskjöl 1-12
Axarvegur - Viðauki II - Fornleifaskráning
Axarvegur - Viðauki III - Umferðarkönnun
Axarvegur - Viðauki IV - Gróður, fuglar, hreindýr og verndargildi
Axarvegur - Viðauki IV - Gróður, fuglar, hreindýr og verndargildi - Kort
Axarvegur - Viðauki V - Ofanflóð
Axarvegur - Viðauki VI - Lífríki í fjöru og leiru í Berufirði
Axarvegur - Viðauki VII - Snjósöfnun og veðuraðstæður
Axarvegur - Viðauki VIII - Vatnalíf
Axarvegur - Forsíða teikningaheftis
Axarvegur - Teikning 1 - Yfirlitsmynd
Axarvegur - Teikning 2 - Vegakerfið mkv. 200000
Axarvegur - Teikning 3 - Áhrifasvæði mkv. 200000
Axarvegur - Teikning 4 - Veglínur mkv. 60000
Axarvegur - Teikning 5 - Umhverfisþættir mkv. 60000
Axarvegur - Teikning 6 - Víðerni mkv. 100000
Axarvegur - Teikning 7 - Jarðfræðikort
Axarvegur - Teikning 8 - mkv. 20000 - 1
Axarvegur - Teikning 8 - mkv. 20000 - 2
Axarvegur - Teikning 8 - mkv. 20000 - 3
Axarvegur - Teikning 8 - mkv. 20000 - 4
Axarvegur - Teikning 9 - mkv. 10000 - 1
Axarvegur - Teikning 9 - mkv. 10000 - 2
Axarvegur - Teikning 10 - mkv. 10000 - 1
Axarvegur - Teikning 10 - mkv. 10000 - 2
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 1
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 2
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 3
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 4
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 5
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 6
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 7
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 8
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 9
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 10
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 11
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 12
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 13
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 14
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 15
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 16
Axarvegur - Teikning 11 - mkv. 5000 - 17
Axarvegur - Teikning 12 - Langsnið - 1-4
Axarvegur - Teikning 13 - Þversnið - 1-4
Axarvegur - Teikning 14 - Þrívíddarmyndir