Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 8.12.2017

8.12.2017 14:23


Færð og aðstæður

Á Suður- og Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir en þó er eitthvað um hálku eða hálkubletti. 

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum  á Norðvesturlandi en á Norðausturlandi er hálka og snjóþekja. Lokað er á Dettifossvegi.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og hálkublettir og víða skafrenningur. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði. Ennþá er nokkuð hvasst í Hamarsfirði.

Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.