Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 6.12.2017

6.12.2017 6:42

Ábending frá veðurfræðingi

 Litur gulur

Suðaustanlands verður sums staðar talsverður bylur og takmarkað skyggni s.s. frá Skaftafelli og að Jökulsárlóni frá því seint í nótt og fram eftir morgni að mikið rofar til.  Hviður 30-35 m/s staðbundið í Öræfum fram yfir miðjan dag.    

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Höfuðborgarsvæðinu og hálka á Reykjanesi. Snjóþekja eða hálka er á Suðurlandi og víða éljagangur. Þungfært er á Reynisfjalli við Vík og þar snjóar.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en á Vestfjörðum er víða strekkingsvindur og skafrenningur og enn þungfært á flestum fjallvegum og ófært á Þröskuldum.

Á Norður- og Norðausturlandi hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur.

Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Austurlandi. Með suðausturströndinni er nú víða snjóþekja.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.