Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 5.12.2017

5.12.2017 21:27

Ábending frá veðurfræðingi

5. desember kl. 21:15 - Litur gulur

Það snjóar í nótt víða norðanlands og Vestfjörðum.  Einnig setur niður nokkurn snjó suðaustanlands, allt að 20-30 sm.  Sums staðar verður talsverður bylur og takmarkað skyggni s.s. frá Skaftafelli og að Jökulsárlóni frá því seint í nótt og fram eftir morgni að mikið rofar til.  Hviður 30-35 m/s staðbundið í Öræfum fram yfir miðjan dag.    

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir víða á Suðurlandi, og sums staðar hálka, einkum á útvegum. Eins er víða nokkur hálka á Vesturlandi, ekki síst á fjallvegum.

Það hefur éljað á Vestfjörðum, og þar er víða strekkingsvindur og skafrenningur. Víðast hvar er ýmist hálka eða snjóþekja en færð hefur þyngst á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði.

Á Norður- og Norðausturlandi er vaxandi éljagangur og sums staðar skefur. Færð kann því að spillast þegar þjónustu lýkur.

Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Austurlandi. Með suðausturströndinni hefur éljað og þar er nú víðast nokkur hálka eða snjóþekja.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.