Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.2.2018

23.2.2018 10:11

Ábendingar frá veðurfræðingi 23. febrúar kl. 08:45

Litur: Gulur

Um leið og hvessir má reikna með snjókomu og skafrenningi á fjallavegum. Suðvestanlands á milli kl. 12 og 15, en síðan hlánar upp í 600-900 m hæð. Hviður allt að 40-45 m/s undir Eyjafjöllum frá 13 til 16. Á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli, einkum frá 17 og fram yfir miðnætti.  

Viðvörun

Búast má við að færð geti spillist á milli kl. 12.00 og 15.00  á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar.

Færð og aðstæður

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. 

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Snjóþekja og skafrenningur er á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þæfingsfærð er í Ísafirði.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra.

Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.

Skemmdir á slitlagi

Í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur beðnir að fara varlega.

Vatnavextir í Fáskrúðsfirði

Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og fara varlega.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi miðaður við 10 tonn frá kl. 16:00 í dag, föstudag 23. febrúar á Snæfellsnesvegi 54 frá Borgarnesi og á öðrum vegum á Snæfellsnesi.

Viðauki 1 hefur verið felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.