Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.2.2018

22.2.2018 10:42

Opið

Vegurinn sem fór í sundur í Álftafirði  (milli Djúpavogs og Hafnar) er nú orðinn fær en er nokkuð ósléttur.

Einnig er vegurinn yfir Fróðárheiði opinn.

Ábendingar frá veðurfræðingi, 22. feb. kl. 09:45.

Litur: Gulur

Myndarlegir éljabakkar nálgast úr vestri og með þeim hvessir með S 15-20 m/s.  Einkum V-lands, en einnig SV-lands má reikna með að blint verði í hryðjunum frá því um hádegi. SV-lands hlánar síðan í kvöld.   

Færð og aðstæður

Það er víða snjóþekja eða hálka á Suðurlandi en þæfingsfærð er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði, Krýsuvíkurvegi og Bláfjallavegi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og éljagangur nokkuð víða. Þæfingsfærð er á Bröttubrekku, Þröskuldum og Kleifaheiði.

Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Norðurlandi vestra en á Norðausturlandi og Austurlandi er víðast hvar greiðfært. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Lómagnúp en þar eru hálkublettir á kafla.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur beðnir að fara varlega.

Vatnavextir í Fáskrúðsfirði

Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og fara varlega.

Skemmdir á slitlagi

Í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur borið á skemmdum á slitlagi vega. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát og haga akstri með tilliti til ástands vegar.

Þungatakmarkanir

Viðauki 1 hefur verið felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.