Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.10.2017

22.10.2017 7:04

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á köflum á Suðurlandi, m.a. í Þrengslum og á Lyngdalsheiði. Einnig eru hálkublettir á köflum á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Svínadal og Fróðárheiði og eins eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum.

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Borgarfjarðarbrú

Nú er unnið að lokaáfanga gólfviðgerðar á Borgarfjarðarbrú. Umferð er stýrt með ljósum. Verkinu á að ljúka 14. nóvember.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru nú flestir orðnir ófærir og allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.