Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 21.2.2018

21.2.2018 7:36

Áætlaðar lokanir miðvikudaginn 21. febrúar

Hér í viðhenginu koma fram áætlaðar lokanir vegna veðurs fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 21. febrúar.

Mögulegar lokanir

Lokanir

Búið er að loka vegunum um Kjalarnes, Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Ábendingar frá veðurfræðingi kl. 18:00

Litur: Appelsínugulur

Nú síðdegis eru spár óbreyttar frá í morgun. Skellur á suðvestanlands á milli kl. 7 og 10 með allt að 23-28 m/s. snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum og austur frá Reykjavík.  Hviður allt að 40 m/s, s.s. á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi  um kl. 8 og fram yfir kl. 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Í Húnaþingi og Skagafirði verður sérlega hvasst á milli kl. 10 og 13, jafn vindur allt að 30-32 m/s og víða þvert á veg.  Blindhríð verður á Vestfjörðum um og fyrir hádegi og eins á Fjarðarheiðinni fyrir austan.

Færð og aðstæður

Krapi og mikið hvassviðri er á Reykjanesbraut en hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir, éljagangur og sumstaðar snjókoma .

Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur.

Hálka, snjóþekja og hálkublettir er á flestum vegum á Vestfjörðum. Snjóflóðahætta er möguleg á Súðavíkurhlíð í fyrramálið, miðvikudaginn 21. feb.

Á Norðurlandi er fremur lítið um hálku nema í Húnavatnssýslum. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.

Það er víða hált eða hálkublettir á Austurlandi. Með suðausturströndinni eru hálkublettir og snjóþekja og víða éljagangur.

Ófært við Norðlingafljót

Ófært er innst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar sem vatn flæðir yfir veg.

Þungatakmarkanir

Ásþungi

Viðauki 1 hefur verið felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.