Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 21.2.2018

21.2.2018 12:28

Áætlaðar lokanir miðvikudaginn 21. febrúar

Hér í viðhenginu koma fram áætlaðar lokanir vegna veðurs fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 21. febrúar.

Mögulegar lokanir

Lokanir

Búið er að loka vegunum um Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði og Mosfellsheiði.

Opnanir

Búið er að opna vegina um Sandskeið, Þrengsli, Lyngdalsheiði, Reykjanesbraut, Grindavíkurveg, Kjalarnes og Hafnarfjall.

Súðavíkurhlíð

Súðavíkurhlíð snjóflóð: Hættustigi er lýst yfir í dag miðvikudag kl. - 11:00  Lokað   

Ábendingar frá veðurfræðingi 21. feb. kl. 10:00

Litur: Appelsínugulur

Næstu tvær klst. versnar veður mjög á Norðurlandi, einkum vestantil. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með SA 25-32 m/s á milli kl. 11 og 14 og lengur austantil. Þvert á veg og með slyddu og hálku.

Færð og aðstæður

Hvassviðri og vatnselgur er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir.

Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Krapi og hvassviðri er á Vatnaleið.

Hálka, snjóþekja, þæfingsfærð og stórhríð er á flestum vegum á Vestfjörðum. Ófært er á öllum fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka, skafrenningur og mikið hvassviðri. Hálka, hvassviðri og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Það er víða hálka, hálkublettir og éljagangur á Austurlandi og mikið hvassviðri. Flughált er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Með suðausturströndinni eru hálkublettir og snjóþekja.

Ófært við Norðlingafljót

Ófært er innst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar sem vatn flæðir yfir veg.

Þungatakmarkanir

Ásþungi

Viðauki 1 hefur verið felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.