Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 2.12.2017

2.12.2017 21:57

Færð og aðstæður

Eftir hlýindi undanfarinna daga hefur mikið tekið upp og vegir eru víðast hvar greiðfærir þótt sums staðar séu hálkublettir eða jafnvel hálka á útvegum og fáeinum fjallvegum.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.