Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 20.2.2018

20.2.2018 8:04

Sæbraut er lokuð

Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps.

Færð og aðstæður

Á Suður- og Suðvesturlandi eru víðast hvar hálkublettir og éljagangur. Þó er flughált í Grafningi og á Bláfjallavegi. Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði.

Á Vesturlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sumstaðar éljagangur.

Hálkublettir eru á flestum vegum á Vestfjörðum en hálka á Mikladal, Hálfdán og Klettsháls. Snjóþekja er á Kleifaheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði en flughált er á Örlygshafnarvegi og yfir Bjarnarfjarðarháls. 

Á Norðurlandi er víða éljagangur en fremur lítið um hálku. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.

Það er víða hált eða hálkublettir á Austurlandi. Með suðausturströndinni er hringvegurinn auður suður að Lómagnúp en hálkublettir þar vestar.

Ófært við Norðlingafljót

Ófært er innst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar sem vatn flæðir yfir veg.

Þungatakmarkanir

Ásþungi

Þriðjudaginn 20. febrúar Kl 10:00 verður viðauki 1 felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.