Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 20.2.2018

20.2.2018 18:38

Áætlaðar lokanir miðvikudaginn 21. febrúar

Hér í viðhenginu koma fram áætlaðar lokanir vegna veðurs fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 21. febrúar.

Mögulegar lokanir

Ábendingar frá veðurfræðingi kl. 18:00

Litur: Appelsínugulur

Nú síðdegis eru spár óbreyttar frá í morgun. Skellur á suðvestanlands á milli kl. 7 og 10 með allt að 23-28 m/s. snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum og austur frá Reykjavík.  Hviður allt að 40 m/s, s.s. á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi  um kl. 8 og fram yfir kl. 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Í Húnaþingi og Skagafirði verður sérlega hvasst á milli kl. 10 og 13, jafn vindur allt að 30-32 m/s og víða þvert á veg.  Blindhríð verður á Vestfjörðum um og fyrir hádegi og eins á Fjarðarheiðinni fyrir austan. 

Færð og aðstæður

Greiðfært er á Reykjanesbraut en hálkublettir og éljagangur er á Höfuðborgarsvæðinu.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, hálkublettir og mjög víða er éljagangur.

Á Vesturlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir og éljagangur í uppsveitum Borgarfjarðar.

Hálka og hálkublettir er á flestum vegum á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Kleifaheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Flughált er á Örlygshafnarvegi og yfir Bjarnarfjarðarháls. 

Á Norðurlandi er víða éljagangur en fremur lítið um hálku nema í Húnavatnssýslum. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.

Það er víða hált eða hálkublettir á Austurlandi. Með suðausturströndinni er hringvegurinn að mestu auður.

Ófært við Norðlingafljót

Ófært er innst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar sem vatn flæðir yfir veg.

Þungatakmarkanir

Ásþungi

Viðauki 1 hefur verið felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.