Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 19.9.2018

19.9.2018 9:53

Ábendingar frá veðurfræðingi 19. sept. kl. 09:30

Litur: Gulur

Hvessir heldur og kólnar á landinu.  Sunnan undir Vatnajökli, einkum í Suðursveit, má reikna með hnútum þvert á veg,30-35 m/s. Þetta verður  síðdegis og hvassast á milli 17 og 21.  Þá er spáð snjókomu og hálku á fjallvegum norðanlands seint í kvöld og nótt. M.a. Öxnadalsheiði á Víkurskarði og á Þverárfjalli. 

Framkvæmdir

Miðvikudaginn 19. september er stefnt að því að malbika axlir á Reykjanesbraut, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. Þrengt verður að umferð og umferðarhraði tekinn niður framhjá vinnusvæðinu. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 08:00 til kl. 22:00.

Miðvikudaginn 19. september er stefnt að viðgerðarvinnu á Sandgerðisvegi og Strandgötu í Sandgerði. Vinnusvæðum verður lokað og umferð stýrt framhjá ef þörf er á, því má búast við einhverjum umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9:00 til kl. 14:00.

Einnig er stefnt að viðgerðarvinnu á Arnarnesvegi, á milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar miðvikudaginn 19.september. Vinnusvæðum verður lokað og umferð stýrt framhjá ef þörf er á. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 14:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Hvalfjarðargöng verða lokuð fjórar nætur vegna viðhalds

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu tvær nætur vegna viðhalds og hreingerningar frá miðnætti til kl 06:00 að morgni


Framkvæmdir við Esjumela

Á næstu vikum verður unnið að byggingu hringtorgs og undirganga fyrir gangandi auk vega- og stígagerðar á Esjumelum við Norðurgrafarveg og verður umferð um Vesturlandsveg beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst og eru ökumenn hvattir til að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.