Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 19.6.2018

19.6.2018 8:10

Malbikun á Reykjanesbraut

Þriðjudaginn 19. júní og miðvikudaginn 20. júní er stefnt að því að malbika Reykjanesbraut á 1200m kafla á mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Malbikað verður á akbraut og vegöxl til suðurs á mánudagskvöld en til norðurs kvöldið eftir. Áætlað er að vinnan standi yfir milli kl. 19:00 og 5:30. Umferð í átt til Reykjanesbæjar er að mestu óhindruð en umferð frá Reykjanesi mun aka hjáleið um Ásbraut í Vallahverfi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Hálendisvegir

Hálendisvegir eru óðum að opnast, t.a.m. er Kjölur opinn þótt hann sé enn ekki fær fólksbílum. Tvær leiðir af þremur inn í Landmannalaugar eru opnar. Á Austurlandi er opið inn í Kverkfjöll og eins er opið inn í Öskju og raunar alveg inn að Holuhrauni.

Engu að síður er enn akstursbann á allmörgum hálendisvegum og slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Þeir sem vilja ferðast um hálendið eru eindregið hvattir til að nýta sér þær leiðir sem álitnar eru tilbúnar fyrir umferð og búið er að opna en tefla ekki í tvísýnu vegum og náttúru þar sem enn er lokað. Rétt er að ítreka að það er lögbrot að fara inn á veg framhjá merkinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Lokanir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður yfir nóttina virka daga, frá miðnætti  til kl. 7:00. - Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með megninu af júní. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.