Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 19.2.2018

19.2.2018 12:26

Færð og aðstæður

Það hefur mikið tekið upp á Suður- og Suðvesturlandi og vegir víðast hvar ýmist auðir eða aðeins í hálkublettum. Þó er flughált í Grafningi, á Kjósarskarði, Bláfjallavegi og Krýsuvíkurvegi.

Eins tekur hratt upp af vegum á Vesturlandi en þar sem enn er hált geta aðstæður verið slæmar. Flughált er á nokkrum köflum, m.a. á Laxárdalsheiði.

Krapi eða hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum en flughált er á Innstrandavegi.

Á Norðurlandi er fremur lítil hálka á aðalleiðum en ívið meiri hálka á útvegum.

Það er víða hált á Austurlandi, raunar flughált á köflum og sums staðar er hvasst. Varað er við hvössum vindi  á Vatnsskarði eystra. Með suðausturströndinni er mikið til autt.

Ófært við Norðlingafljót

Ófært er innst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar sem vatn flæðir yfir veg.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.