Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 19.10.2017

19.10.2017 14:22

Ábendingar frá veðurfræðingi 19. okt kl 14.00

Litur: Gulur

Í tengslum við hægfara skil og aðstreymi af hlýju og röku lofti er spáð talsverðri rigningu suðaustan- og austanlands í kvöld og nótt.  Allt að 70-100 mm á 12-15 tímum og fylgja vatnavextir og hætt við grjóthruni úr bröttum hlíðum einkum frá Breiðamerkursandi austur í Neskaupstað og á Seyðisfjörð.  Þó rigni mikið er ekki metið svo að um aftakaúrkomu verði að ræða líkt og í lok september.  

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru nú flestir orðnir ófærir og allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á fjöllum vegna skemmda á vegi.