Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 16.8.2018

16.8.2018 15:57

Ölfusárbrú við Selfoss (1)

Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð en reiknað er með að hún opnist á hádegi föstudaginn 17. ágúst.  Umferð er beint um Óseyrarbrú (34) og Þrengsli (39) til hádegis á morgun. Gangandi vegfarendur komast þó um Ölfusárbrú. Sjá nánar hér

Malbikun á Hellisheiði

Á föstudaginn 17. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu Kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldu. Einni akrein verður lokað í einu og þrengt að umferð.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 7:00 til kl. 18:00 en reynt verður að opna fyrr.

Lokun á Hellisheiði (malbikun í Kömbunum)

Hellisheiði er lokuð vegna malbikunar framkvæmda og er allri umferð er beint um Þrengslaveg 39. Áætlað er að vinnan standi til miðnættis.

Tafir

Umferðatafir eru í dag á þjóðvegi 1 í Borgarfirði vegna malbikunar framkvæmda í allt af 5 mín. Áætlað er að vinnan standi til kl. 20:00

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.