Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 16.8.2018

16.8.2018 11:42

Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss (1)

Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð og reiknað er með að hún verði lokuð út vikuna. Umferð er beint um Óseyrarbrú (34) og Þrengsli (39). Gangandi vegfarendur komast þó um Ölfusárbrú. Sjá nánar hér

Lokun á Hellisheiði (malbikun í Kömbunum)

Hellisheiði er lokuð vegna malbikunar framkvæmda og er allri umferð er beint um Þrengslaveg 39. Áætlað er að vinnan standi til miðnættis.

Tafir

Umferðatafir eru í dag á þjóðvegi 1 í Borgarfirði vegna malbikunar framkvæmda í allt af 5 mín. Áætlað er að vinnan standi til kl. 20:00

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.