Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 1.6.2018

1.6.2018 8:11

Krýsuvíkurvegur (42) við Reykjanesbraut (41)

Í dag, 1. júní 2018, verður Krýsuvíkurvegi lokað tímabundið vegna malbikunar, milli Selhellu og hringtorgs við Hraunhellu  (Seltorg). Merkt hjáleið fyrir umferð er um Selhellu og Hraunhellu á meðan að lokun Krýsuvíkurvegar (42) varir en stefnt er að því opnað verði fyrir umferð síðdegis.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Akstursbann á hálendisvegum

Akstursbann er nú á fjölmörgum hálendisvegum og -slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Því miður ber talsvert á því að ökumenn virði ekki merkingar um þessar lokanir sem settar eru á til að hlífa bæði vegunum sjálfum og náttúrunni í kringum þá fyrir átroðningi og skemmdum sem auðveldlega verða á þessum árstíma. Því er rétt að árétta að það er lögbrot að fara inn á veg framhjá merkinu allur akstur bannaður.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.