Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 10.6.2018

10.6.2018 8:58

Framkvæmdir á Höfuðborgarsvæðinu

Í kvöld og nótt 10. - 11. júní er stefnt að því að fræsa og malbika Hringbraut frá gatnamótum við Vatnsmýrarveg í austur átt. Þrengt verður í eina akrein. Í framhaldi af því verður fræst og malbikað eina akrein á Miklubraut, frá gatnamótum við Kringlumýrarbraut að gatnamótum við Háaleitisbraut. Þrengt verður í eina akrein. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 18:00 og 07:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Mánudaginn 11. júní er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi við Leirvogstungu, frá Köldukvísl að Leirvogsá. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt framhjá. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 08:00 og 20:00.

Akstursbann á hálendisvegum

Akstursbann er nú á fjölmörgum hálendisvegum og -slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Því miður ber talsvert á því að ökumenn virði ekki merkingar um þessar lokanir sem settar eru á til að hlífa bæði vegunum sjálfum og náttúrunni í kringum þá fyrir átroðningi og skemmdum sem auðveldlega verða á þessum árstíma. Því er rétt að árétta að það er lögbrot að fara inn á veg framhjá merkinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.