Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 10.12.2017

10.12.2017 14:13

Krapastífla í Jökulsá á Fjöllum

Krapastífla er við brúnna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veg.

Færð og aðstæður

Gott ferðaveður er um allt land, mikið frost og stilla. Hálka, hálkublettir eða sjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang með ströndinni á Norðausturlandi eins er éljagangur á Fagradal og Fjarðarheiði. Þæfingur er á Öxi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.